top of page

Hollusta og heilsa barna

Mataræði og hreyfing skiptir sköpum fyrir bæði börn og fullorðna. Það skiptir miklu máli fyrir börn að þau fái góða næringu yfir daginn svo þau hafi orku til þess að takast á við verkefni dagsins. Það skiptir máli að taka rétta skrefið strax þegar börn eru lítil og byrja strax að venja þau á holla fæðu. 

Til þess að viðhalda eðlilegri líkamsstarfsemi þarf að huga vel að samsetningu fæðunnar. Orkuefni, prótein, fita og kolvetni eru okkur nauðsynleg en í mismiklu magni. 

Það er hollt og gott fyrir unga sem aldna að borða mikið af ávöxtum og grænmeti, ekki bara vegna þess að það er stútfullt af allskonar vítamínum heldur hafa rannsóknir sýnt fram á að rífleg neysla á grænmeti og ávöxtum minnki líkurnar á ýmsum sjúkdómum og kvillum eins og hjarta og æðasjúkdómum, ýmsum tengundum af krabbameini og offitu (Lampe, JW.1999). 

  Mataræði og hreyfing skiptir sköpum fyrir bæði börn og fullorðna.
Hreyfing er ekki síður mikilvæg en hollur og góður matur,
ráðlagt er að börn og fullorðnir hreyfi sig í um það bil 60
mínútur á hverjum degi. Foreldrar og uppalendur þurfa
líka að vera
góðar fyrirmyndir. Einnig er skemmtilegt ef
öll fjölskyldan getur gert eitthvað saman úti, farið í göngutúr, hjólreiðatúr eða annað þess háttar. 

Sykurát og offita barna

Í rannsókn Brynhildar Briem, næringarfræðings, kemur fram að níu ára íslensk börn hafa þyngst umfram það sem þau hafa stækkað á undanförnum áratugum. Í dag eru tæp 20% níu ára skólabarna of þung og 5% of feit. Offita virðist jafnframt fara vaxandi meðal skólabarna. Þegar um offitu barna er að ræða skipta foreldrar og viðhorf þeirra til hollustu miklu máli. Foreldrar sem borða óholla fæðu geta ekki ætlast til þess að börn þeirra borði bara hollt. 

Óhollur matur sem er snauður af næringarefnum gefur
börnum litla sem enga orku til að takast á við daginn,
frekar verða þau þreytt, pirruð og úthaldslítil. Þess
vegna er svo mikilvægt að börn fái næga næringu
og borði mat sem hefur þau næringarefni sem börn
þurfa á að halda. 

Í könnun Manneldisráðs frá árinu 2002 um mataræði Íslendinga kemur fram að íslenskir unglingar neyta mjög mikils viðbætts sykurs og kemur sykurinn aðallega úr gosdrykkjum. Í raun gefa niðurstöður könnunarinnar til kynna að íslenskir unglingar hafi átt Norðurlandamet í sykuráti. Íslenskir unglingsstrákar neyta um 149 gr af sykri á dag, en stúlkurnar um 91 gr á dag. 

Rannsóknir sýna að foreldrar skipa stórt hlutverk þegar kemur að sykuráti barna. Það fer eftir því hvað til er í ísskápnum og hvað keypt er í matvörubúðunum, foreldrar eru helstu fyrirmyndir barna sinna, og eru tengsl á milli mataræðis foreldra og barna þeirra. 

Þess vegna er nauðsynlegt að börnum séu kynntar þær fæðutegundir sem þykja hollar og innihalda þau næringarefni sem eru nauðsynleg fyrir þau. 

Mörgum foreldrum gæti þótt erfitt að sneiða hjá óhollum vörum sem
markaðssettar eru fyrir börn. Oft á tíðum er óhollum vörum beint
til barna og þær gerðar spennandi með teiknimyndum eða fígúrum.
Hollar vörur líta ekki jafn spennandi út, s.s. morgunkorn, jógúrt,
ávaxtasafar og fleira. Þetta gerir foreldrum erfitt fyrir
þegar barnið kemur með í verslunarleiðangur. 

Matvendi barna

Að sjálfsögðu er smekkur manna misjafn og börnum finnst margt vont.
Margir telja að matvendni sé eingöngu uppeldislegt fyrirbæri en aðrir vilja meina að það sé meðfætt. Orsakir matvendni hafa verið rannsakaðar út frá báðum hliðum en rannsókn sem gerð var á matvendni tvíbura sýndi að matarsmekkur er afgengur og matvendni því að miklu leyti meðfædd. 

Umhverfið sem foreldrar búa börnum sínum skiptir líka máli og mikilvægt er að foreldrar gefist ekki upp þó að börnunum míslíki það sem er á borðum. Ef það er gert fara mörg börn á mis við ávexti og grænmeti og það getur mögulega haft í för með sér heilsubresti þegar til lengri tíma er litið (Cooke L.J. o.fl.2007). 

Hversu mikilvægt er hollt mataræði og heilsa fyrir börn og unglinga?

Mynd 13

Mynd 14

Mynd 15

Mynd 16

Mynd 17

bottom of page