top of page

Við bjuggum til skoðanakönnun á Surveymonkey.com. Við sömdum átta spurningar og fengum mjög góð viðbrögð (116 svör). Hérna eru niðurstöður sem fengnar eru úr fyrstu hundrað svörunum. 

Við settum fram skriflegar spurningar þar sem við spurðum um 3 mikilvægustu þættina í uppeldi barna, áhrif á vellíðan barna og svo hvaða þættir í uppeldi hafa skaðleg áhrif á börn. Svörin voru afar fjölbreytt og það var skemmtilegt að sjá hvað fólki fannst.

Í lokin spurðum við hvað fólki dytti fyrst í hug þegar það heyrði orðin ást, öryggi, leiðbeiningar og agi. Hér má sjá algengustu svörin.

Ást - knús, fjölskyldan og umhyggja.

Öryggi - fjölskyldan, Heimilið, Traust, vellíðan, nauðsynlegt og ást.

Leiðbeiningar - kennsla, fjölskyldan, leiðbeina, hjálpsemi og nauðsynlegt.

Agi - fjölskyldan, reglur, nauðsynlegt og kennsla.

bottom of page