top of page

Viðtal

Við tókum viðtal við Guðrúnu Jónsdóttur sem
er yfirfélagsráðgjafi hjá félagsþjónustu

 Vestmannaeyjabæjar.

Við byrjuðum á því að spyrja hana um hvað hún

taldi stuðla að velferð og vellíðan barna og
unglinga. Guðrún sagði að samvinna foreldra og
allra þeirra sem koma að uppeldi barna, t.d. skóli

og heilbrigðisstofnun skiptu miklu máli.
Þegar kemur að velferð lagði hún áherslu á 

þekkingu, fræðslu, réttindi barna sem og skilning

á því hvað börn þurfa.

Við spurðum hana hvaða þættir ógna helst velferð barna. Hún benti á að ef barni vantar aga þá lærir það ekki nauðsynlega færni og verður þar af leiðandi líklegra að það leiðist inn í óæskilegan félagsskap. Barninu mun skorta grundvallarþekkingu til að spjara sig þegar það verður eldra. Ef það fær ekki leiðbeiningar skortir það þekkingu á samfélaginu og samskiptum. Slíkt mun hafa áhrif á hvernig börnum mun farnast á fullorðinsárum, þeirra persónulega líf og sambönd við aðra. Skortur á öryggi getur reynst hættulegt og leitt til andlegra kvilla eins og kvíða eða þunglyndis. Ef barni vantar ást gæti það einnig leitt af sér mikla vanlíðan. Skortur á umhyggju hindrar andlegan þroska og eykur líkur á erfiðleikum í persónulegu lífi.

Við spurðum Guðrúnu út í hvernig hægt væri að bregðast við þessum erfiðleikum. Hún sagði að huga ætti fyrst og fremst að því leiðbeina foreldrum, styrkja þau í hlutverkum sínum og styðja. Foreldrar barnanna gætu verið að glíma við veikindi, hefðu sjálf ekki fengið gott uppeldi eða væru í neyslu áfengis eða fíkniefna.

Úrræðin sem hægt er að beita fara nokkuð eftir aldri barnanna og aðstæðum. Hægt er að veita barni s.k. stuðningsfjölskyldu sem tekur að sér barnið t.d. nokkra daga í mánuði og hjálpar barninu og foreldrunum að koma sér á rétta braut. Einnig er hægt að fá leiðbeiningar inná heimilið sem kallast tilsjón. Samvinna við leiksskóla og skóla er einnig mikilvæg því allt samfélagið verður að styðja við barnið og fjölskylduna. Í sumum tilvikum eru börn send í fóstur og búa þau þá alfarið hjá öðrum. Sum fá að hitta foreldra sína öðru hvoru en önnur ekki. Oft þurfa foreldrarnir sjálfir einhvers konar meðferð og aðstoð. Eldri börn og unglingar fá að segja sína skoðun og hafa áhrif á hvaða úrræðum er beitt. Reynt er að taka tillit til skoðana þeirra eins og hægt er.

Að lokum spurðum við Guðrúnu um hvort sömu úrræðum væri beitt í Eyjum og á höfuðborgarsvæðinu. Guðrún sagði að til væru sérhæfðari úrræði í Reykjavík heldur en þau sem við hefðum hér. Stundum þurfum við að nota þau úrræði og þá senda börnin til Reykjavíkur. Má þar nefna úrræði eins og Barna- og unglingageðdeild Landsspíta, Barnahús og meðferðarheimili. Aftur á móti erum við Vestmannaeyjingarnir með stuðnings- og fósturfjölskyldur, tilsjónarfólk, óboðað eftirlit og ráðgjafa sem gjarnan er leitað til.
 

Mynd 12

bottom of page