top of page

Öryggi

Öll börn eiga rétt á að búa við gott og öruggt umhverfi. Foreldrar og forráðamenn eiga fyrst og fremst að sjá til þess að barnið sé öruggt og að því líði ekki illa. 

Öryggi getur falið í sér heilbrigt og hættulaust umhverfi, stöðugleika, góða næringu og húsaskjól.

Öryggi í nærumhverfi:

Börn þurfa að geta gengið að ákveðnum heimilisaðstæðum vísum. Gott er að þau viti við hverju má búast þegar tilteknað aðstæður koma upp (t.d. hvernig bregðast foreldrar mínir við mistökum mínum, hvers má ég vænta þegar ég kem heim á daginn). Börn þurfa öruggt húsaskjól, hættulaust umhverfi sem og næga og rétta næringu.

Ógnanir geta verið: Fátækt, veikindi foreldra (t.d. alvarlegt þunglyndi, alkahólismi, óstöðugt skap), hættulegt hverfi (gettó).

 

Öryggi frá samfélaginu:

Aðgengilegt og ódýrt heilbrigðiskerfi, lögregla, barnavernd.

Ógnanir geta verið: Stríð, náttúruhamfarir, upplausn í samfélagi.

Mynd 5

Mynd 6

Mynd 7

bottom of page