
Hvaða þættir stuðla að velferð og vellíðan barna og unglinga?
Flestir hafa einhvern tíman á ævinni fundið fyrir óöryggi eins og að upplifa skort á viðurkenningu, vita ekki hvers má vænta eða finnast eins og allur heimurinn vinni gegn sér.
Uppeldisaðstæður barna og unglinga hafa mikil áhrif á velferð þeirra og líðan. Öll þurfum við á öryggi og umhyggju að halda til að þroskast eðlilega. Tækifæri á leiðbeiningum og fræðslu skipta einnig miklu máli sem og aðstoð við að stoppa okkur af þegar farið er yfir mörk.
Ungabörn þurfa stöðuga nærveru foreldra, mikla umhyggju, athygli og öryggi. Eftir því sem börn eldast og þroskast ráða þau við aukið svigrúm innan rammans. Ef vel tekst til verða þau öruggari í umhverfi sínu, hafa meiri þekkingu og vita betur mun á réttu og röngu. Ef þau eru elskuð skilyrðislaust læra þau að elska sig sjálf. Þegar þau verða fullorðin læra þau smátt og smátt að smíða sinn eigin ramma. Það er þau búa til sitt eigið öryggi, leita sér sjálf þekkingar og reynslu, beita sig sjálfsaga og sýna sér virðingu.

Öryggi
Ást
Leiðbeiningar
Agi
Það má hugsa sér heilbrigða einstaklinga innan í traustum ramma. Undirstaðan er öryggi, hliðarnar leiðbeiningar og agi og umhyggja gnæfir yfir. Bæði nærumhverfi (fjölskyldan) og fjærumhverfi (samfélagið) mynda þessa umgjörð.





Mynd 1